Áveitan ehf · Njarðarnes 4 · 603 Akureyri · Sími: 469 4242 · aveitan@aveitan.is

Þróunarsamvinna

Vatn er einmikilvægasta náttúrauðlind jarðar og undirstaða alls lífs, hvar sem er í heiminum. Vatn er grundvallaratriði þegar kemur að hreinlæti og baráttu viðalls konar sjúkdóma og á sumum svæðum í heiminum þurfa margir að ganga margakílómetra eftir vatni hvern dag.

Í sífelltauknum mæli er litið á hreint neysluvatn sem mannréttindi í alþjóðasamfélaginu. Áveitan hefur litið á það sem samfélagslega ábyrgð að bregðast við þörfinni og hefur frá árinu 2015 tekið þátt í þróunarstarfi í Burkina Faso í Vestur Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni og við komið fyrir vatnsdælum, sólarsellum og vatnstönkum. Einnig höfum við lagt áveitulagnir ásamt neysluvatnslögnum.

Í svona þróunarstarfi er mikilvægt að miðla reynslu og þekkingu og skilja þekkinguna eftir á staðnum með því að þjálfa heimamenn, sem búa við aðstæður sem erfitt getur verið að gera sér í hugarlund.

Þróunarsamvinna ber ávöxt.

myndband

Þróunarsamvinna ber ávöxt er samstarfsverkefni félagasamtaka sem starfa á vettvangi alþjóðlegra mannúðarmála og hjálparstarfa og utanríkisráðuneytis. Markmið þess er að vekja athygli á mikilvægi þróunarsamvinnu og baráttunni gegn fátækt og hungri í heiminum. Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun er útrýming hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum brýnasta verkefnið á heimsvísu og er ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun.

Hér er kynning Áveitunnar :)

...
Áveitan ehf · Njarðarnes 4 · 603 Akureyri
Sími: 469 4242 · aveitan@aveitan.is
Áveitan ehf · Njarðarnes 4 · 603 Akureyri · Sími: 469 4242 · aveitan@aveitan.is